Friday, March 9, 2012

Comment

Þetta er nú meira ferðalagið! Áður en eg lagði af stað var farið yfir allt sem stranglega var bannað að gera m.a. að keyra og alls ekki mótorhjól. Ég ver ekki búinn að vera lengi hér þegar ég hafði tekið þátt í mótorhjólakeppni. Skotvopn mátti ég ekki snerta en nú er ég búinn að skjóta önd með riffli og það áður en veðitímabilið byrjar hér í Ástralíu! Síðustu daga höfum verið í 1600 manna bæ og haft það afar gott. Skoðuðum bæði gulrótarframleiðslu þar sem teknar eru upp hátt í 10 tonn á hverjum 5 min. Skoðuðum líka ólívuframleiðslu og stærðirnar á öllu hérna eru yfirþyrmandi. Bóndinn sem ég gisti hjá í Swan Hill er mikill áhugamaður um dráttarvélar og á mjög margar!! Allt John Deere vélar. Ég prófaði nokkrar hjá honum og sú elsta var árg. 1939 alveg magnað, ég prófaði líka eina mjög stóra árg. 1950. Í Nhill hefur hitinn verið yfir 30 stig og var mest einn daginn um 36 stig. Nokkuð heitt en samt bara ágætt. Fólkið í Nhill fór með okkur út í litla eyðimörk og þar var svaka veisla. Byrjað í vel yfir 30 stiga hita og grillað, borðað og drukkið og borðað meira. Maður er gjörsamlega að túttna út hérna. Þegar myrkrið skall á voru kveikt ljós og eldur kveiktur og haft það nottalegt. Ekki eins og maður hafi þurft að hlýja sér við eldinn... hitin upp undir 30 stig allt kvöldið. Í gærkvöldi var rótarýfundur og við vorum með Íslandskynninguna okkar, fullt hús og við svöruðum spurningum úr sal í 50 mín. eftir kynninguna. Mikil stemming og fjör. Núna eru við komin á hotel í Halls Gap og verðum á hoteli eina nótt, þar eigum við að hvíla okkur fyrir seinni hlutann en á morgun höldum við áfram til Mt Gambier og verðum þar í nokkrar nætur. Flestir sem taka á móti okkur hér er nokkuð vanir að taka á móti fólki sem ferðast eins og við á vegum rótary og höfum við allstaðar fengið frábærar móttökur og allstaðar verið sagt við okkur að við séum langskemmtilegasti og þægilegasti hópur sem hafi heimsótt þau, þau eru náttúrulega mjög kurteis en samt gaman að heyra þetta. Það er deginum ljósara að tækifæri eins og þetta er eitthvað sem maður fær bara einu sinni á ævinni og jafn ljóst að ég mun alltaf vera rótarý þakklátur fyrir þetta einstaka tækifæri. Konan mín og börn eiga líka mikið í þessu öllu saman og ekkert sjálfsagt mál að rjúka svona í burtu í heilan mánuð þó að konunni minni hafi fundist það!!! Takk. Eins og alltaf veit ég ekkert hvernig tölvumálin verða á morgun en núna erum við í þráðlausu sambandi á hotelinu og einn félagi minn er með Ipad sem ég fékk lánaðann. Ég verð líka að viðurkenna það að það er virkilega gaman að fá viðbrögð frá ykkur hér á þessari síðu, takk fyrir það.

7 comments:

  1. Frábært að geta skrifað á heimasíðuna. Gott að þú gafst vini þínum afmælisgjöf en mestu áhyggjur dóttur þinnar eru að þú verðir fullur meðan þú býrð á vínekrunni.

    ReplyDelete
  2. Gaman að fylgjast með þér :) greinilega ný ævintýri á hverjum degi.. þínar gistingar hljóma mun betur en okkar þar sem gestgjafar okkar eru bed bugs!! Vonandi heldurðu áfram að skemmta þér og kynnast góðu fólki.
    Bestu kveðjur frá Malasíu
    Gréta og Þorri

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir og somuleidis!!!
      Hafid thad gott.
      Siggi

      Delete
  3. Skarphéðinn SmáriMarch 10, 2012 at 3:13 PM

    Ég var að frétta að þú bættir á þig kílói á dag og það væri bara vegna bjórdrykkju. Annars er gott að getað fylgst með þér á þessari síðu og við bíðum í ofvæni eftir að sjá þig í The Block þeir hljóta að fá þig til að vera ráðgjafi.
    Það er kom mér mest á óvart hve kengúrur eru litlar þetta hljóta að hafa verið mjög lítl tegund;-)

    Hafðu það sem best
    Kveðja Smári
    P.s Róbert vill bara minna þig á að passa þig á öllum eiturslöngunum

    ReplyDelete
  4. Loksins get ég sett inn kveðju, hef gert nokkrar misheppnaðar tilraunir. Oooo þetta hljómar eins og ævintýraferð. Hlökkum til að sjá myndir. Aldrei hefur mér dottið í hug að biðja nágrannakonuna að líta eftir pétri ef ég fer í burtu. Eitthvað sem ég ætti etv að spá í ;) skemmti þér vel!
    Kv jmk og co

    ReplyDelete
  5. Þetta lítur vel út hjá þér og virðis mögnuð ferð.
    Gaman að sjá þig með kengúrunum. Bíð eftir mynd þar sem þú hvíslar róandi orðum í eyru krókódíls.

    Allir skila kveðju frá Kaupvangi

    Jón Jónsson

    ReplyDelete
  6. Great and I have a dandy offer: How To Reno A House house renovation toronto

    ReplyDelete