Sunday, February 19, 2012

Ástralíuferð í mars 2012

Sigurður Magnússon
Mér hefur ásamt þremur öðrum Íslendingum hlotnast sá heiður að fara til Ástralíu og kynna mér land og þjóð. Það er Rótarý sem stendur fyrir ferðinni og greiðir allan kostnað við ferðina. Er um einskonar starfshópaskipti að ræða en við fjögur (ásamt einum fararstjóra) sem förum erum í raun fulltrúar okkar starfsgreinar. Ég er fulltrúi fasteignasala en auk mín er rannsóknarlögreglumaður, kennari og þroskaþjálfi. Við munum dvelja í Ástralíu í heilan mánuð (allan mars) en borttför er að morgni 1.mars.
Flugið út er aðeins lengra en maður hefur farið áður eða um 26 tímar í loftinu, auk stoppa á flugvöllum. Ég fer sem sagt: Egilsstaðir - Reykjavík/Keflavík - Kaupmannahöfn - Dubai - KualaLumpur - Melbourne.
Í Ástralíu munum við m.a. læra á brimbretti, kafa, skoða gullnámur, hitta frumbyggja og margt, margt fleira. Ég mun einnig kynna mér vel starfsemi fasteignasala í Ástralíu. Í Ástralíu gistum við meira og minna í heimahúsum hjá Rótarýfélögum.
Við Íslendingarnir munum síðan fara á nokkuð marga Rótarýfundi í Ástralíu og kynna Ísland.
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í brottför er óneitanlega komin smá fiðringur í magan enda um einstakt tækifæri að ræða og mikið ævintýri framundan.
Svæðið sem við heimsækjum í Ástralíu, virðist ekki stórt en líklega rúmast Ísland
 allt innan þess svæðis sem við ferðumst um.