![]() |
Sigurður Magnússon |
Flugið út er aðeins lengra en maður hefur farið áður eða um 26 tímar í loftinu, auk stoppa á flugvöllum. Ég fer sem sagt: Egilsstaðir - Reykjavík/Keflavík - Kaupmannahöfn - Dubai - KualaLumpur - Melbourne.
Í Ástralíu munum við m.a. læra á brimbretti, kafa, skoða gullnámur, hitta frumbyggja og margt, margt fleira. Ég mun einnig kynna mér vel starfsemi fasteignasala í Ástralíu. Í Ástralíu gistum við meira og minna í heimahúsum hjá Rótarýfélögum.
Við Íslendingarnir munum síðan fara á nokkuð marga Rótarýfundi í Ástralíu og kynna Ísland.
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í brottför er óneitanlega komin smá fiðringur í magan enda um einstakt tækifæri að ræða og mikið ævintýri framundan.
![]() |
Svæðið sem við heimsækjum í Ástralíu, virðist ekki stórt en líklega rúmast Ísland allt innan þess svæðis sem við ferðumst um. |